Valréttir eru samningar sem veita eigandanum rétt, en ekki skyldu, til að annað hvort kaupa eða selja undirliggjandi eign á fyrirfram ákveðnu verði á tilgreindu tímabili. Valréttir eru afleiður, sem þýðir að virði þeirra er leitt af öðrum fjárgerningi (hin undirliggjandi eign, sem getur verið hlutabréf, hrávara, vísitala, eða önnur).
Fyrirfram ákveðna verðið er verðið sem hægt er að nýta valréttinn á og það er mikilvægasta breytan í virði valréttar. Þetta er verðið sem má kaupa hina undirliggjandi eign á (fyrir kauprétt) eða selja á (fyrir sölurétt) þegar valrétturinn er nýttur.
Sá ákveðni tími þegar hægt er að nýta valréttinn er þegar hann rennur út, sem er síðasti dagurinn sem valrétturinn gildir. Tíminn þar til hann rennur út er kallur „Tími fram að eindaga.“